Ég er almennur læknir með reynslu í bæklunar- og héraðslækningum ásamt því að hafa lokið hlutasérnámi í svæfinga- og gjörgæslulækningum á Íslandi. Í dag starfa ég sem læknir hjá HSN. Ég hef áhuga á ferðalögum og heilsutengdum málefnum og mun ég nota þennan vettvang til þess að deila meiru varðandi það.

Ikíngut nafnið kemur vegna þess að vinir mínir í læknisfræðinni kölluðu mig það eftir að ég sagði þeim að ég rynni aldrei á klaka þar sem ég væri með svo gott jafnvægi í einni af fjölmörgu bústaðarferðunum sem við fórum í. Það er tekið frá samnefndri bíómynd sem fjallar um grænlenskan strák sem strandaði á Íslandi á miðöldum á ísjaka. Að auki þess að vísa í persónu sem er líklega góð að ganga á klaka þá merkir nafnið vinur.